
„Tíminn er núna!“ – Indíana hvetur þig til að grípa gæsina.
Í þessum þætti spjöllum við við Indíönu Líf, forritara hjá 50skills og fyrrum þátttakanda á Dale Carnegie námskeiði fyrir 20-25 ára og svo síðar varð hún aðstoðarmaður á námskeiði. Hún deilir með okkur reynslu sinni af því að fara ótroðnar slóðir og við komumst einnig af því að ef flétt er uppi orðinu Indíana í orðabók, þá birtist orðið hugrekki.
Eldmóður, markmiðasetning og að taka ábyrgð á eigin lífi hafa einkennt hennar vegferð. Indíana segir frá því hvernig hún lærði að ná tökum á heilanum þegar hann vill flýja aðstæður og hvernig hún lætur verkin tala. Hún minnir okkur á að framtíðin byggist á því sem við gerum núna!
Ef þú ert tilbúin/n að hætta að hugsa og byrja að framkvæma, þá er þetta þátturinn fyrir þig.
Nýtt ár býður upp á óteljandi tækifæri.
Þáttastjórnandi: Jóna Dóra
📧 jonadora@dale.is | 📞 845-3150