
Guðmundur er 23 ára og er starfandi hjá Norðurál.
Þrúður Sóley er 21 árs nemandi í Íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík.
Gummi og Þrúður kynntust á Dale Carnegie námskeiði fyrr á þessu ári. Á námskeiðinu mynduðust sterk vinatengsl milli þátttakenda sem þau halda fast í með reglulegum hittingum. Bæði voru þau að klára sitt fyrsta námskeið sem aðstoðarmenn og þvílík forrréttindi að fá að kynnast þeim.
Við förum yfir áhuga þeirra á að sjá fólk vaxa, hvar þau hafa vaxið og hvernig þau hafa verið að nýta sér. Deilum nokkrum mjög vandræðalegum mómentum líka..