
Daníel Arnfinnsson er 21 árs ungur drengur sem stefnir á viðhalda markmiðinu á að vera hamingjusamur. Daníel var búinn að lesa bókina Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie áður en hann kom á námskeið núna í janúar á þessu ári. Daníel hefur húmor fyrir sjálfum sér og heyrist það þegar hann tók heldur betur létt í það þegar 9 börn voru rædd í þættinum. Heiðarlegur drengur sem ólst upp í boltanum og starfar á ráðgjafarsviði KPMG í dag. Daníel hvetur fólk til þess að skora á sig að fara út fyrir þægindarammann, ögra sjálfum sér.