All content for Bylgjan is the property of Bylgjan and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætt:
FjömiðlunStefán Jón Hafstein, stjórnarformaður RíkisútvarpsinsSigurður G. Guðjónsson, lögmaður
Stefán og Sigurður ræða stöðu Ríkisútvarpsins og fjölmiðlunar á Íslandi, fyrirferð á auglýsingamarkaði, fjölmiðlastyrki ríkisins, samkeppni við erlenda miðla etc.
HúsnæðismarkaðurGuðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Ragnar Þór Ingólfsson alþingismaður
Guðlaugur og Ragnar ræða áform ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum, uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og leiðir til að svara eftirspurn á húsnæðismarkaði sem knýr áfram verðbólgu.
DómsmálSteinþór GunnarssonÞorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Steinþór og Þorvaldur Lúðvík hlutu báðir dóma í svokölluðum hrunmálum. Steinþór hefur nú verið sýknaður eftir 17 ára málsmeðferð og mál Þorvaldar bíður afgreiðslu Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir ræða kröfu sínar og annarra um rannsókn á því hvernig unnið var að rannsókn og úrvinnslu mála á fjármálamarkaði eftir hrun.
Fjölmiðlun/útgáfustarfsemiAuður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaðurEyrún Magnúsdóttir, blaðamaður
Auður og Eyrún ræða Gímaldið, nýjan vefmiðil sem þær hafa stofnað af mikilli bjartsýni og ætla að halda gangandi í samkeppni við allt og alla.
Bylgjan
Bylgjan er fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi. Hún hóf útsendingar 28.ágúst árið 1986