
Þrátt fyrir að íslenskir fjárfestar séu fremur kjarklitlir og feli fé sitt á verðtryggðum reikningum hefur undanfarið birst vísir að hausthækkunum í Kauphöllinni. Þar hafa Amaroq og Oculus verið í broddi fylkingar en eftir viðtal Hluthafaspjallsins við Eld Ólafsson hefur verið mikið fjör með bréf félagsins. Áhugi fjárfesta er mikill og hluthafar Amaroq hafa upplifað ríflega 30% hækkun. Á sama tíma eru stýrivextir óbreyttir 7,5% í 4% verðbólgu. Um leið er neikvæður hagvöxtur síðastliðna 5 ársfjórðunga af síðustu 7 ársfjórðungum. Ritstjórarnir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson spyrja hvort ætti frekar að tala um kulnun atvinnulífsins fremur en kólnun því bjartsýni stjórnenda innan atvinnulífsins hefur hrunið frá því ríkisstjórnin tók við.Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafa ekki gengið í sömu átt að undanförnu en nú er gefið í skyn að leiðir liggi frekar saman. Er það vegna óbreyttra stýrivaxta og aukinnar skattheimtu ríkisstjórnarinnar - og það á meðan nánast enginn hagvöxtur hefur verið frá síðasta ársfjórðungi 2023? Það ríkir stagflation (stöðnun en á sama tíma verðbólga). Gengi Íslandsbanka og Skaga hafa ekkert breyst þótt viðræður um samruna standi yfir og við fáum Helga Vífil Júlíusson hlutabréfagreinanda hjá IFS/Reitun til að greina þá stöðu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/