All content for Brestur is the property of Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Spjall um allt og ekkert sem fylgir því að vera kona með ADHD
Það flækist fyrir mörgum hvernig best sé að snúa sér þegar kemur að því að tala opinskátt um greiningu sína eða barna sinna. Er hægt að segja öllum frá ? Mun ADHD greining koma í veg fyrir ný atvinnutækifæri ? Er hægt að tala opinskátt um ADHD greiningu og allt sem því fylgir við ung börn ?
Í þætti vikunnar litu Birna og Bryndís yfir farinn veg og hvernig hugarfar þeirra gagnvart greiningunni hefur breyst eftir Brest. Þær ræddu það sem þær hefðu viljað gera öðruvísi, hversu miklu þær myndu deila ef þeim væri boðið í atvinnuviðtal í dag og hvernig þær tækla ADHD umræðuna við börnin sín.
Að sjálfsögðu var óþarflega mikið af nenni mér ekki mómentum og segir Bryndís m.a. frá því hvers vegna hún mun aldrei geta stigið fæti inn á Sbarro aftur.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestur
Spjall um allt og ekkert sem fylgir því að vera kona með ADHD