
Fálkagata 17
Það liggur að miklu leyti beint við að skipuleggja göngu um söguslóðir Braga Ólafssonar því að landafræði er mjög áberandi í bókum hans og þá sérstaklega landafræði Reykjavíkur. Yfirleitt er hægt að rekja sig um bæinn í fylgd sögupersóna hans og sögumanna. Við höfum valið að ganga um Vesturbæinn í þetta sinn en það væri ekki síður hægt að ganga um ýmsar aðrar slóðir. Það er von okkar að bæði gallharðir aðdáendur Braga og nýir lesendur geti haft ánægju af göngunni.
Leiðsögn: Guðrún Lára Pétursdóttir og Kristín Svava Tómasdóttir.
Gangan var tekin upp í Vesturbæ Reykjavíkur haustið 2020 í leiðsögn á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Athugið að umhverfishljóð heyrast á stöku stað án þess að það trufli leiðsögnina.