Velkomin í Æðruleysið
Í þessum 19. þætti af Æðruleysinu kemur þáttastjórnandi til baka eftir mjög gott og langt frí, og talar um ábyrgð og ákvarðanir. Hversu mikil áhrif það hefur á okkur og okkar líf, og að taka eða ekki taka ákvarðanir og bera ábyrgð á að fylgja þeim eftir.
Í þáttunum fjallar hún Þórdís Jóna markþjálfi um hin ýmsu málefni og bendir á leiðir til bætts lífs.
Markmið okkar með þáttunum er að halda á lofti því að við erum öll mannleg, gerum mistök, lærum og vöxum eins lengi og við höfum aldur til.
Leiðarljós þáttarins eru : Styrkur - Fræðsla – Skemmtun
þáttastjórnandi : Þórdís Jóna Jakobsdóttir