Í þættinum spjalla Margrét Arna og Sólbjört um mikilvægi þess að vera í núinu og taka eftir.
Í hlaðvarpinu á plánetunni jörð fjalla Margrét Arna og Sólbjört um allt sem er andlegt við lífið á plánetunni jörð. Spurningar eins og hvaðan kem ég? Af hverju er ég hér? Hver er ég? Hver er tilgangurinn með þessu öllu, eru spurningar sem þær velta upp á ýmsa vegu. Einlægt og hjartamiðað spjall þar sem Sólbjört og Margrét Arna deila af sinni andlegu vegferð með léttleika og innsæi og húmorinn með sem ferðafélaga.